Grunnskólahátíð

Grunnskólahátíð

Kaupa Í körfu

Grunnskólahátíð var haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Hátíðin er vímulaus skemmtun unglinga í Hafnarfirði og standa þeir sjálfir að henni og móta hana í samstarfi við starfsfólk ÍTH. Hátíðin er tvískipt, annars vegar er sýning þar sem unglingarnir sjálfir koma fram, en hápunkturinn verður risaball í kvöld þar sem landsfrægir skemmtikraftar stíga á svið í bland við hafnfirska unglinga. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar er Grunnskólahátíðin óvenju vegleg í ár. Unglingarnir hafa sjálfir ákveðið að öll innkoma renni til góðgerðarmála. Aðgangseyrir er 100 kr., ein fyrir hvert ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar