Innlit

Innlit

Kaupa Í körfu

Þær fengu hláturskast þegar átti að taka af þeim mynd og þær dansa stundum á bláa baðherberginu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti glettna galdrakonu og hláturmilda myndlistarkonu sem búa í risíbúð í Vesturbænum. Við leggjum meira upp úr vellíðan en rándýrum húsgögnum eða risastórum rýmum. Til dæmis finnst okkur lýsingin á heimilinu skipta miklu máli, að hún sé mjúk og notaleg. Þess vegna erum við með mikið af ljósaseríum og kertum, við kjósum það frekar en skerandi birtu frá stórum loftljósum. Eins viljum við hafa persónulega hluti í kringum okkur, sem tengja okkur við fortíðina og minningar, hvort sem þær eru frá útlöndum, bernskunni eða einhverjum ævintýrum, segja sambýliskonurnar Halla himintungl Frímannsdóttir galdrakona og Inga Dóra Guðmundsdóttir myndlistarkona myndatexti Heimshornaflakkarar Arabísk vatnspípa og ferðastóll frá Malaví.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar