Þórður Ingi Guðjónsson
Kaupa Í körfu
Undanfarna daga hef ég verið að glugga í afar forvitnilega bók sem kom út á síðasta ári hjá Háskólaútgáfunni og ber heitið Fjölmenning á Íslandi. Bókin skiptist í tólf kafla en höfundar eru sextán talsins. Umfjöllunarefnið er hið fjölmenningarlega samfélag, gerð þess og þróun. Rætt er um ýmsar hliðar þess og þætti, eins og tvítyngi og móðurmál, sjálfsmynd einstaklinga og þjóða(r), menningu og trúarbrögð, staðalmyndir og fordóma. Birtingarmyndir þessara þátta geta svo sannarlega verið margvíslegar. Til dæmis birtast fordómar og vanhugsaðir sleggjudómar um tiltekna hópa ekki einungis á vefsíðum óþroskaðra unglinga heldur og ekki síður í framkomu og hátterni fullorðins fólks sem lýsir sér í tómlæti og hroka í garð hinna aðfluttu og fjölskyldna þeirra. Og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þessi bók ætti með einum eða öðrum hætti að eiga greiða leið inn í skólakerfið, á öll stig þess. Afar gagnlegt og upplýsandi rit fyrir hvers konar Íslendinga framtíðarinnar. Þórður Ingi Guðjónsson, íslenskufræðingur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir