Elena Anaya

Elena Anaya

Kaupa Í körfu

ELENA Anaya tekur á móti blaðamanni í anddyri Borgarleikhússins vafin í mörg litrík lög af fötum. Sum tilheyra persónu hennar í leikritinu, önnur eru til þess að hlífa henni fyrir kuldanum sem hún á ekki að venjast. Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kíkja út um gluggann til að sjá hvernig veðrið er, segir hún. Mér hefur verið sagt að það sé búið að vera óvenju slæmt síðan ég kom. Ég hef það stundum á tilfinningunni þegar ég er að keyra að ég sé að fara að lyftast upp af veginum og fjúka eitthvert út í buskann. Þegar ég var að fara heim úr vinnunni á föstudagskvöldið og opnaði dyrnar á bílnum þá var svo hvasst að hurðin fauk upp og brotnaði af . Ef maður sæi svona atriði í bíómynd þá þætti manni það ýkjukennt, en raunveruleikinn er víst ótrúlegri en skáldskapurinn, segir hún og hlær. MYNDATEXTI Þetta eru ekki hetjur, heldur manneskjur sem gera mistök. Og þau létu sig allavega dreyma um betri heim, sem er sjaldgæft nú í dag, segir Elena um hippana í verkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar