Undirritun kjarasamninga í Karphúsinu

Undirritun kjarasamninga í Karphúsinu

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var létt yfir fólki í Karphúsinu, húsnæði Ríkissáttasemjara, um níuleytið í gærkvöldi. Þá settust forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands niður ásamt formönnum landssambanda stéttarfélaga til þess að skrifa undir nýja og um margt sérstæða kjarasamninga. Að því loknu féllust menn í faðma og gengu sáttir frá samningaborðinu. Í þessari viku verður efni samninganna kynnt félagsmönnum stéttarfélaga áður en þeir greiða um þá atkvæði MYNDATEXTI Búið! Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, skrifa undir lokaákvæði kjarasamninganna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar