Sólarferð frumsýning / leikendur síðan 1976

Sólarferð frumsýning / leikendur síðan 1976

Kaupa Í körfu

LEIKRITIÐ Sólarferð eftir Guðmund Steinsson var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Verkið var fyrst sett upp í leikhúsinu árið 1976 og í tilefni af frumsýningunni komu upprunalegir aðstandendur sýningarinnar saman og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í hléinu. Frá vinstri: Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Sigurður Pálsson leikari, Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður og leikararnir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Flosi Ólafsson, Róbert Arnfinnsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir og Guðrún Þ. Stephensen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar