Margrét Grímsdóttir

Valdís Þórðardóttir

Margrét Grímsdóttir

Kaupa Í körfu

Í hugum flestra tengist ofbeldi í samböndum fullorðnu fólki sem hefur sagt skilið við hveitibrauðsdagana. Margrét Grímsdóttir sagði Öldu Áskelsdóttur hins vegar frá því að alvarlegt ofbeldi er einnig að finna í samböndum unglinga sem eru að stíga fyrstu skrefin á vegi ástarinnar. Úti er svarta myrkur. Stormurinn æðir um og rífur í allt sem á vegi hans verður þegar blaðamaður ber að dyrum hjá Margréti Grímsdóttur hjúkrunarfræðingi, sem einnig er með meistarapróf í félagsráðgjöf. Það er kannski bara vel við hæfi því að ætlunin er að ræða við hana um myrkraverk, sem sjaldnast eru dregin fram í dagsljósið: Ofbeldi í ástarsamböndum unglinga. Margrét er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún nam félagsráðgjöf og vann sem félagsráðgjafi í sex ár. Í gegnum vinnu sína kynntist hún unglingsstúlkum sem áttu í erfiðleikum. Hluti af vandmálum sumra þeirra var að þær voru beittar ofbeldi í ástarsamböndum við jafnalda sína. Nú vill hún fræða íslenska unglinga um þessi mál með forvarnir í huga. MYNDATEXTI Unglingar í ofbeldissamböndum geta upplifað þunglyndi, kvíða, átröskun, félagslega einangrun og er hættara við að verða áfengi og fíkniefnum að bráð, að sögn Margrétar Grímsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar