Einelti

Steinunn Ásmundsdóttir

Einelti

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | 160 nemendur Grunnskólans á Reyðarfirði gengu ásamt kennurum sínum í gær gegn einelti um þéttbýlið á Reyðarfirði. Mikill hugur var í krökkunum og sögðust þau vilja útrýma einelti úr skólanum sínum í eitt skipti fyrir öll. Grunnskólinn á Reyðarfirði er þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti og hafa nemendur unnið ýmis verkefni og átt samræðu um einkenni eineltis og viðbrögð við því. M.a. hafa þeir staðfest með lófafari sínu á stóran hvítan dúk vilja sinn til að taka aldrei þátt í einelti. MYNDATEXTI 160 nemendur Grunnskólans Reyðarfirði ganga gegn einelti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar