Einar Falur Ingólfsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Einar Falur Ingólfsson

Kaupa Í körfu

MYNDAVÉLIN hefur fylgt Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara hvert fótmál síðan hann var þrettán ára og síðustu tuttugu árin hefur hann markvisst haldið dagbók í myndum. Nú kemur hluti hennar fyrir almenningssjónir á sýningunni Staðir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þegar mér var boðið að halda sýningu hérna þá ákvað ég að opna eina skúffuna í dagbókinni sem ég hafði skilgreint sem staði, en það er samt mjög teygjanlegt fyrirbæri, segir Einar Falur. Þetta eru myndir sem hafa safnast upp hjá mér og þarna eru ákveðin þemu sem ég er að mynda aftur og aftur. Ég hef þvælst í verkefnum mjög víða og tekið alltaf myndir fyrir mig líka. MYNDATEXTI Staðir Ég hef ekki mikinn áhuga á hefðbundnu landslagi, en ég tek myndir af landslagi eins og almenningur upplifir landslag úr farartækjum á ferð, úr flugvélum, lestum og bílum, segir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar