Loðnusjómenn funda

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Loðnusjómenn funda

Kaupa Í körfu

SKIPULÖGÐ leit og eftirlit með gangi loðnunnar hefur verið ákveðið. Verður leitin í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar og útvegsmanna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fer út til leitar á sunnudag austur með Suðurlandinu. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fer svo til rannsókna norður með Vesturlandi og mun meðal annars kanna hvort um loðnugöngu að vestan kunni að vera að ræða. Auk þess munu loðnuveiðiskip taka þátt í leitinni. MYNDATEXTI Loðnuveiðar Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Jóhann Sigurjónsson, fundaði með útvegsmönnum og skipstjórnarmönnum í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar