Ístölt Austurland 2007
Kaupa Í körfu
ÍSTÖLT Austurland 2008 er haldið í dag á ísilögðu Eiðavatni. Keppt verður í tölti unglinga, ungmenna og áhugamanna og tölti í opnum flokki þar sem Ormsbikarinn er veittur í sigurlaun. Þá er keppt um Skeiðdreka Austurlands í A-flokki og í B-flokki um Frostrós Glitnis. Skeiðdrekinn hefur fram til þessa fallið í hlut Fjölnis Þorgeirssonar og Þórðar Þorgeirssonar og bíða menn þess með eftirvæntingu hvar hann lendir í ár. Veðurspá gerir ráð fyrir skýjuðu veðri á svæðinu í dag, hægum vindi af norðaustri og 2 stiga frosti. Ísinn á Eiðavatni er vel traustur eftir talsvert frost fyrir helgina. Mótshaldarar búast við fjölda gesta á mótið, sem hefst kl. 10 og stendur fram eftir degi. Í kvöld verður haldin hátíðleg Uppskeruhátíð hestamanna á Austurlandi, þar sem í boði er þríréttaður kvöldverður, skemmtiatriði og dansleikur á Eiðum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir