Bræður og systur
Kaupa Í körfu
BRÆÐUR og systur var yfirskrift tónleika sem tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blés til í Austurbæ á miðvikudag. Tónleikunum var ætlað að vekja Íslendinga til umhugsunar um kynþáttafordóma sem Bubbi segir að séu vaxandi í samfélaginu og tiltók því til staðfestingar vefsíðu sem sett hafði verið upp til höfuðs Pólverjum sem hingað hafa flust. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn auk pólskrar hljómsveitar hlýddu kalli Bubba og tróðu upp og ekki var annað að sjá á tónleikunum en framtakið hafi verið þarft og þakklátt. Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, steig einnig á svið og söng með Bubba en Geir er, eins og margoft hefur komið fram, söngelskur maður og rann honum því blóðið til skyldunnar á tvöfaldan máta. MYNDATEXTI Nýbúar frá Portúgal, Brasilíu og Angóla þökkuðu tónlistarmönnunum fyrir framtakið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir