Ístölt Austurland 2007

Steinunn Ásmundsdóttir

Ístölt Austurland 2007

Kaupa Í körfu

HÖRÐ keppni var milli nánast hnífjafnra efstu manna í A-flokki gæðinga á Ístölti Austurlands, sem fram fór á ísilögðu Eiðavatni á laugardag. Eftir forkeppni var Jóhann G. Jóhannesson á Hrannari frá Þorlákshöfn efstur, en eftir A-úrslit var Hinrik Bragason á Smára frá Kollaleiru jafn honum að stigum. Boðinn var bráðabani en Jóhann skirrðist við að leggja það á Hrannar og gaf því eftir fyrsta sætið til Hinriks. Í B-flokki gæðinga varð efstur Tryggvi Björnsson á Akki frá Brautarholti og þóttu gæðingar í B-flokknum skara fram úr þegar litið er á keppnina í heild. MYNDATEXTI Tölt Baldvin Ari Guðlaugsson var sigurvegari Ístölts Austurlands 2008 en gæðingur hans, Gerpla frá Steinnesi, var fjarri góðu gamni við verðlaunaafhendinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar