Snæfell vann

Friðrik Tryggvason

Snæfell vann

Kaupa Í körfu

SNÆFELL úr Stykkishólmi varð í gær bikarmeistari í körfuknattleik karla í fyrsta skipti með því að sigra Fjölni úr Grafarvogi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þar ríkti að vonum mikil stemning enda fjölmenntu Stykkishólmsbúar á leikinn og haft var á orði að fáir hefðu orðið eftir fyrir vestan. Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, hóf bikarinn á loft, umkringdur ljósmyndurum sem fönguðu þetta sögulega augnablik. Það var líka mikil gleði í Grindavík í gær þegar kvennalið staðarins varð bikarmeistari í fyrsta skipti með því að leggja Hauka að velli en sá leikur fór einnig fram í Laugardalshöllinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar