Sálin hans Jóns míns
Kaupa Í körfu
Á MORGUN verða tuttugu ár liðin frá því ein ástsælasta hljómsveit Íslands, Sálin hans Jóns míns, hélt sína fyrstu tónleika. Sveitin ætlar að fagna tímamótunum með stórtónleikum í Laugardalshöll á föstudaginn, en nánast uppselt er á herlegheitin. Ég held að það sé á engan hallað þegar ég segi að við eigum sterkasta hóp dyggra aðdáenda af öllum íslenskum hljómsveitum, segir Stefán Hilmarsson, söngvari sveitarinnar, í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir telja þeir Stefán og Guðmundur Jónsson, gítarleikari og lagasmiður Sálarinnar, að sveitin hafi oftar en ekki mætt töluverðu fálæti íslenskra fjölmiðla í gegnum tíðina. En ég get sagt það fullum fetum að það er ekkert sem við missum svefn yfir. Það verður þó ekki annað sagt en að maður furði sig stundum á þessu fálæti, sér í lagi ef litið er til þess að við höfum afrekað ýmislegt, eftir okkur liggur mikið magn vinsælla laga og við eigum stóran aðdáendahóp, segir Stefán
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir