Loðnuhrogn
Kaupa Í körfu
ÞAÐ þarf anzi margar loðnur til að framleiða þau um það bil 10.000 tonn af hrognum sem líklega verða unnin á vertíðinni. Alls þarf 80.000 tonn upp úr sjó til að ná þessu magni miðað við jafnt hlutfall hrygnu og hængs. Hrygnan er um 20 grömm að þyngd og hrognafylling þegar mest er 25%. Því gefur hver hrygna að meðaltali um 5 grömm af hrognum. Það er því stjarnfræðilegur fjöldi fiska sem þarf til að ná 10.000 tonnum af hrognum en þau gefa mest af sér. Japanir greiða stórfé fyrir hrognin og á veitingastöðum í Tókýó eru þau afar eftirsótt. Vinnslan er á fullu á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og hvergi slegið af. Morgunblaðið skrapp upp á Skaga á föstudaginn til að kynna sér gang mála hjá HB Granda. Þar var fyrir svörum Gunnar Hermannsson sem sér um hrognavinnsluna fyrir fyrirtækið. En hvernig fer þessi vinnsla fram, hvernig er hrognunum náð úr hrygnunni og að því loknu, hvað tekur við? MYNDATEXTI Tvær pökkunarstöðvar eru í pökkunarlínunni. Þar fara hrognin í 8 kílóa poka, svo á pönnur og í frystingu og loks í kassa sem í eru 24 kíló.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir