Reykjavíkurskákmót

Reykjavíkurskákmót

Kaupa Í körfu

STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson og kínversku stórmeistararnir Wang Hao og Wang You urðu efstir og jafnir með 7 vinninga á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gærkvöldi. Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir og Henrik Danielsen urðu í 7.-16. sæti með 6 vinninga. Sá fyrrnefndi var aðeins hálfum vinningi frá stórmeistaraáfanga. Á minningarmótinu um Bobby Fischer urðu Portisch og Hort jafnir og efstir með 4 vinninga, Friðrik Ólafsson þriðji með 2,5 vinninga og Benko með 1,5 vinninga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar