Slysa- og bráðadeild

Slysa- og bráðadeild

Kaupa Í körfu

Stór hluti starfsfólks á slysa- og bráðadeild eru hjúkrunarfræðingar. Þetta er mannflesta sjúkradeild landsins hvað þetta snertir. Hér starfa um 150 manns, þar af 70 hjúkrunarfræðingar, segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á slysa- og bráðadeild LSH. Það tekur um tvo ár að þjálfa hjúkrunarfræðing á slysa- og bráðadeild til að sinna öllum þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa að sinna. Það er byrjað á að læra grunnþætti, síðan er farið í flóknari viðfangsefni. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera færir um að sinna móttöku og fyrstu meðferð, sem og eftirmeðferð, nánast hvað varðar allar tegundir sjúkdóma og slysa hjá öllum aldurshópum. Fjöldamörg börn koma hingað árlega, um 14 þúsund börn. MYNDATEXTI Yfirstjórn F.v. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga LSH, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir slysa- og bráðadeildar, og Ragna Gústafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar