Spegillinn Kling og Bang

Spegillinn Kling og Bang

Kaupa Í körfu

KLING og Bang er komið aftur í nýrri mynd, á Hverfisgötu 42. Húsnæðið er bæði gott og vont, það er lágt til lofts en vítt til veggja, býður upp á ýmsa möguleika en er takmarkað um leið. Nú getur salur eins og Kling og Bang sem ekki hefur úr miklu að spila auðvitað ekki valið úr glæstum salarkynnum og má því í sjálfu sér vel við una. Það er líka í anda dagsins að leitast ekki við að sýna myndlist í fullkomnu rými heldur líta á sýningarsal sem samkomustað lifandi menningar, og má þá lofthæðin líklega einu gilda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar