Bláfjöll
Kaupa Í körfu
LANDINN er svo sannarlega á faraldsfæti yfir páskahátíðina. Margir hafa séð þann kostinn vænstan eftir nokkuð harðan vetur að verja páskunum á erlendri grundu þar sem sólin vermir vanga af meiri festu en á Fróni. En það er ekki bara í útlöndunum sem sólin skín. Veðrið lék við skíðafólk í Bláfjöllum á föstudaginn langa og var fjöldi manns saman kominn til að njóta blíðunnar enda skíðafæri ágætt. Eins og þeir vita sem reynt hafa er fátt betra en að gæða sér á nesti og kakóbolla á milli ferða niður brekkurnar. Sama stemning var á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri þar sem fjölmenni var. MYNDATEXTI Mikil fjölskyldustemning var á Ármannssvæðinu í Bláfjöllum á föstudaginn langa.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir