Gaukurinn kvaddur

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Gaukurinn kvaddur

Kaupa Í körfu

LOKAHÁTÍÐ Gauks á Stöng var haldin um helgina og tróð þar fjöldi tónlistarmanna upp til að kveðja tónleikastaðinn. Var ekki annað að sjá á gestum en að þeir skemmtu sér vel. Kiddi Bigfoot, annar eigenda Gauksins, ætlar að opna dansstað í húsinu og eru breytingar þegar hafnar á staðnum. Kiddi segir hinn nýja stað, Tunglið, verða í anda erlendra klúbba á borð við Ministry of Sound í London. Það er nóg til af pöbbum með dansgólfum og þetta á að vera skemmtistaður, segir Kiddi MYNDATEXTI Hljómsveitin Wulfgang á sviði að kveldi föstudagsins langa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar