Unglingatíska

Valdís Þórðardóttir

Unglingatíska

Kaupa Í körfu

Það er óskastund hjá tveimur unglingsstelpum. Eftir langan skóladag með samræmdu prófin í kollinum er ætlunin að leika lausum hala í Kringlunni í uppáhaldsbúðunum og setja í poka það sem þær langar í og finnst vanta í fataskápinn sinn, allt með hjálp blaðamanns Morgunblaðsins. Hann á fullt í fangi með að fylgja þessum tíundubekkingum eftir, þeim Ingibjörgu Karen Þorsteinsdóttur og Veru Hilmarsdóttur, og kannski má benda á, blaðamanni til málsbóta, að hann er hlaðinn pokum rétt eins og eftirlát ungamamma. Vinkonurnar úr Mosfellsbæ, Ingibjörg og Vera, vita alveg hvað þær vilja MYNDATEXTI Það þarf ekki alltaf að kosta mikið að hressa upp á tilveruna. Rauður hlýrabolur frá Sautján, 1.990 kr., klútur frá Vero Moda, 790 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar