Undirritun

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Undirritun

Kaupa Í körfu

LANDSÁÆTLUN vegna heimsfaraldurs inflúensu var undirrituð í gær en áætlanagerðin hefur staðið yfir síðan vorið 2006 þegar stýrihópur ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis var skipaður. Til að fagna áfanganum, sem ríkislögreglustjóri sagði í erindi sínu allmikil tímamót fyrir almenning í landinu, voru saman komnir í Skógarhlíð margir þeirra sem lagt hafa hönd á plóg en alls hafa á annað hundrað manns víðs vegar úr atvinnulífinu tekið þátt í gerð áætlunarinnar MYNDATEXTI Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri og Haraldur Briem sóttvarnarlæknir undirrituðu landsáætlunina. Þeir lofuðu báðir samvinnu embætta sinna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar