Pallborðsumræður á fundi SA

Valdís Þórðardóttir

Pallborðsumræður á fundi SA

Kaupa Í körfu

NÆR helmingur fjármagns í hinum vestræna heimi er nú í eigu kvenna og það fjármagn þarf að virkja. Þetta kom fram í máli Höllu Tómasdóttur, stjórnarformanns Auðar Capital, á námsstefnu á Hilton Nordica-hótelinu í gær um hvernig ætti að virkja fjármagn kvenna. Uppselt var á námsstefnuna en að henni stóðu Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, viðskiptaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Í erindi sínu hvatti Halla konur til að fara enn frekar fyrir fjármagni sínu. Sagði hún auð kvenna um alla heim hafa aukist á mun meiri hraða en margir gerðu sér grein fyrir. Vísaði Halla til nýlegrar skýrslu The Economist fyrir Barclays-bankann sem sýndi að konur ættu um 48% af sparnaði í Bretlandi og að árið 2020 yrðu konur orðnar fleiri en karlar í hópi breskra milljarðamæringa. MYNDATEXTI Fyrra pallborð námsstefnunnar, f.v. Karin Forseke, Bjarni Ármannsson, Kristín Pétursdóttir og Jón Scheving Thorsteinsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar