Pallborðsumræður á fundi SA
Kaupa Í körfu
NÆR helmingur fjármagns í hinum vestræna heimi er nú í eigu kvenna og það fjármagn þarf að virkja. Þetta kom fram í máli Höllu Tómasdóttur, stjórnarformanns Auðar Capital, á námsstefnu á Hilton Nordica-hótelinu í gær um hvernig ætti að virkja fjármagn kvenna. Uppselt var á námsstefnuna en að henni stóðu Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, viðskiptaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Í erindi sínu hvatti Halla konur til að fara enn frekar fyrir fjármagni sínu. Sagði hún auð kvenna um alla heim hafa aukist á mun meiri hraða en margir gerðu sér grein fyrir. Vísaði Halla til nýlegrar skýrslu The Economist fyrir Barclays-bankann sem sýndi að konur ættu um 48% af sparnaði í Bretlandi og að árið 2020 yrðu konur orðnar fleiri en karlar í hópi breskra milljarðamæringa. MYNDATEXTI Fyrra pallborð námsstefnunnar, f.v. Karin Forseke, Bjarni Ármannsson, Kristín Pétursdóttir og Jón Scheving Thorsteinsson
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir