Verðlaunahafar úr stærðfræðikeppni MR

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Verðlaunahafar úr stærðfræðikeppni MR

Kaupa Í körfu

Stærðfræðikeppni grunnskólanema haldin í MR VERÐLAUN voru veitt í gær í stærðfræðikeppni nemenda í 8. til 10. bekk, sem Menntaskólinn í Reykjavík efndi til á dögunum.... Hver árgangur keppti í eigin flokki, og hlutu efstu þrír í hverjum árgangi vegleg peningaverðlaun í boði Sparisjóðs Reykjavíkur. Í efstu sætum voru, í 8. bekk: Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Sólveig Ásta Einarsdóttir. Í 9. bekk: Karl Þorláksson, Halla B. Sigurþórsdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson. Í 10. bekk: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Haukur Óskar Þorgeirsson, en Árni Sturluson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir deildu 3. sæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar