Orkuver 6

Helgi Bjarnason

Orkuver 6

Kaupa Í körfu

Grindavík | Ný virkjun var tekin í notkun í Svartsengi í gær, að loknum aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja. Afkastageta gufuhverfils Orkuvers 6 er 30 megawött, að hluta til orka úr jarðhitakerfi svæðisins sem ekki hefur nýst hingað til. Við vinnslu jarðhitakerfisins í Svartsengis hefur myndast öflugur gufupúði ofarlega í jarðlögunum. Þrýstingur í honum er meiri en inntaksþrýstingur gufuhverfla orkuversins og því hefur orðið að fella þrýstinginn með lokum á holunum og hefur hluti orkunnar því ekki nýst. MYNDATEXTI Barnabörn sex vélfræðinga vígðu orkuver 6 í Svartsengi. Hér standa þau með öfum sínum við gufuhverfilinn sérstaka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar