Ráðstefna um forvarnir

Ráðstefna um forvarnir

Kaupa Í körfu

Hvert ár sem tekst að fresta áfengisneyslu táninga skiptir máli fyrir framtíðina "ÉG fullyrði að þetta er viðamesta könnun á skoðunum grunnskólanemenda í landinu sem fram hefur farið. Í reynd bjuggum við til landsþing grunnskólanemenda á þessum degi, sem að vísu kom ekki saman í einu herbergi heldur hundruðum kennslustofa vítt og breitt um landið, þar sem alls staðar var fjallað um sama efni og svörin voru skýr," sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í setningarávarpi sínu á ráðstefnu um niðurstöður Forvarnadagsins 2007 í gær. MYNDATEXTI: Gaman að taka þátt í verkefninu FÉLAGARNIR Baldur Kristjánsson og Matthías Aron Ólafsson eru í 9. bekk í Hagaskóla. Þeir voru meðal þátttakenda í Forvarnadeginum og unnu einnig að gerð kynningarefnis fyrir hann. Báðir segja þeir forvarnir skipta máli og mikilvægt að unglingar séu hver öðrum góðar fyrirmyndir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar