Smyrill étur dúfu í Bankastræti

Smyrill étur dúfu í Bankastræti

Kaupa Í körfu

SMYRILL fangaði í gærkvöldi eina af dúfunum sem eftir eru í miðbæ Reykjavíkur. Hann settist með bráðina á gangstétt fyrir utan kaffihús í Bankastræti og tók til matar síns. Skeytti smyrillinn engu um þótt ljósmyndarinn færi mjög nálægt honum þar sem hann gerði sér gott af dúfunni. Eins hreyfði hann sig ekki þegar borgarbúar strunsuðu framhjá á báða bóga, enda hefur hann líklega verið orðinn langsoltinn. Þeir sem fylgdust með atganginum furðuðu sig á því hve snöggur ránfuglinn var að rífa bráðina í sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar