Íslenska óperan

Íslenska óperan

Kaupa Í körfu

ÓPERUSTÚDÍÓ Íslensku óperunnar hefur öðlast sess sem einn af mest spennandi árlegum viðburðum í klassísku tónlistarlífi hérlendis. Nú er komið að fimmta óperustúdíóinu, og í þetta sinn ætla ungir og upprennandi listamenn þjóðarinnar að spreyta sig á sjálfum Mozart: nú er komið að Cosi fan tutte! Auðveldastur og erfiðastur Blaðamaður settist niður með Daníel Bjarnasyni hljómsveitarstjóra og Tinnu Árnadóttur sem er önnur tveggja söngkona sem fara með hlutverk þjónustustúlkunnar hrekkjóttu Despínu: Mozart er kannski erfiðastur, segir Daníel, spurður um hvort verkið hafi reynst erfitt viðfangs: Hann er erfiðastur því hann virkar svo auðveldur, er svo léttur og tær að allt þarf að vera skýrt, segir hann. MYNDATEXTI Tinna og Daníel segja að hvergi sé slegið af í uppfærslu Óperustúdíósins í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar