Nót sem festist í skrúfu eins af togurum HB Granda

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nót sem festist í skrúfu eins af togurum HB Granda

Kaupa Í körfu

TOGARINN Sturlaugur H. Böðvarsson fékk trollpokann í skrúfuna úti á Melsekk í lok vikunnar. Skipið varð vélarvana og dró skuttogarinn Ottó N. Þorláksson Sturlaug að landi. Félagar úr Köfunarþjónustu Íslands fóru niður að skrúfunni og skáru úr henni, en verkið tók einn og hálfan sólarhring. Rúnar Stefánsson, útgerðarstjóri HB Granda, sem gerir báða togarana út, segir að megnið af aflanum í trollinu hafi verið farinn úr því, þegar togarinn kom að landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar