Árbæjarsafn

Árbæjarsafn

Kaupa Í körfu

Allmikil vakning hefur orðið á síðustu árum um varðveislu og endurbætur elstu húsa, enda snar þáttur í menningararfleifð þjóðarinnar þótt húsin séu ekki ýkja gömul ef miðað er við nágrannaþjóðir okkar. Nú er farið að bjóða upp á ráðgjöf á Árbæjarsafni fyrir þá sem vilja gera endurbætur á eldri húsum. Opin fræðsla fyrir alla „Við erum að bjóða upp á fræðslu fyrir alla sem koma vilja og hér verða sérfræðingar á vegum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur sem geta veitt fólki ráð og aðstoð við endurbætur og viðhald eldri húsa, segir Dagný Guðmundsdóttir safnvörður í Árbæjarsafni. MYNDATEXTI Margt forvitnilegt er að sjá í Kjöthúsinu, sem jafnframt er sýningarhúsnæði yfir íslenska byggingarlist 1840-1940.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar