Ólafur Ragnar og Al Gore

Ólafur Ragnar og Al Gore

Kaupa Í körfu

„ÉG TEL að það sé mikill vitnisburður um forystuhæfileika þína að þú hafir risið í að fylla flokk fárra einstaklinga sem einn áhrifaríkasti leiðtogi heims á okkar dögum. Ég tel þetta vitnisburð um hugrekki þitt, góðar gáfur og stjórnvisku. Saga þín er gott dæmi um hverju einstaklingurinn getur fengið áorkað. Með þessum lofsamlegu orðum lauk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stuttum blaðamannafundi á Bessastöðum í gær, þar sem hann kynnti gest sinn, Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og einn þekktasta talsmann þess að gripið verði til aðgerða til að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga. MYNDATEXTI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Al Gore ræða við fréttamenn fyrir kvöldverðarboðið á Bessastöðum í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar