Kattholt

Kattholt

Kaupa Í körfu

HÚN hafði verið skilin eftir í bíl í marga daga og var illa hirt þegar hún loks komst í athvarf katta í Kattholti í gær. Það var starfsfólk Kynnisferða sem kom læðunni til bjargar og í Kattholti fékk hún fyrsta flokks meðferð, m.a. skoðun hjá dýralæknum sem segja hana á batavegi. Til að kanna hvort kisa væri örmerkt og hægt væri að hafa uppi á eigandanum, var hún skönnuð í bak og fyrir og lét sér örugg handtök dýralæknanna vel lynda. Hún reyndist ómerkt og eigandinn enn óþekktur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar