Mosfellsbær, samkeppni um útilistaverk

Mosfellsbær, samkeppni um útilistaverk

Kaupa Í körfu

OPNUÐ hefur verið sýning í Bókasafni Mosfellsbæjar á vinningstillögu úr samkeppni um útilistaverk sem Samorka og Mosfellsbær munu reisa á nýju torgi við Þverholt. Tilefni samkeppninnar er 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi, sem miðast við frumkvöðulsstarf Stefáns B. Jónssonar á Suður-Reykjum í Mosfellssveit árið 1908, og 20 ára afmæli Mosfellsbæjar árið 2007. Vinningstillagan er verkið Hundraðþúsundmiljón tonn af sjóðheitu vatni, eftir Kristin E. Hrafnsson myndlistarmann. Er þar í titlinum vísað til orða Halldórs Kiljan Laxness í bókinni Innansveitarkróniku. Í niðurstöðu dómnefndar um verkið segir: Framsetning tillögunnar er mjög góð. Mjög auðvelt er að átta sig á hugmyndinni og öll útfærsla tillögunnar er vel unnin. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur nær á skemmtilegan hátt að samtvinna sögu Mosfellsbæjar og sögu hitaveitunnar. MYNDATEXTI Þessi stúlka settist niður við hlið vinningstillögunnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar