Agata Maria Knasiak

Friðrik Tryggvason

Agata Maria Knasiak

Kaupa Í körfu

AGATA Maria Knasiak er fædd og uppalin í Póllandi, þar sem hún lauk stúdentsprófi og útskrifaðist síðar úr ritaraskóla. Fyrir fjórum árum ákvað hún ásamt eiginmanni sínum, Robert Knasiak, að flytja til Íslands og leita gæfunnar þar. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því að Ísland varð fyrir valinu,“ segir Agata, en Robert fór á undan fjölskyldunni og bjó hér í sex mánuði áður en Agata og dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Agata vann við skrifstofuvinnu ýmiss konar hér á landi þar til hún var ráðin til SPRON í desember í fyrra, aðallega til að sinna pólskum viðskiptavinum bankans, en hún sinnir einnig íslenskum viðskiptavinum, enda talar hún ágæta íslensku MYNDATEXTI Agata segir það hafa borgað sig fyrir SPRON að bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir Pólverja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar