Liðsmenn Víkings

Friðrik Tryggvason

Liðsmenn Víkings

Kaupa Í körfu

Víkingar ætla að fagna hundrað ára afmæli félagsins í heilt ár. Afmælishátíðin byrjar á afmælisdaginn, 21. apríl, en veisluhöld hefjast 1. maí með skrúðgöngu, fjölskylduhátíð og sögusýningu í Víkinni. Efnt verður til hátíðarveislu á Hilton Hótel Nordica föstudaginn 2. maí og á laugardeginum verður hátíðarfundur í Víkinni þar sem afmælisbarnið tekur á móti gjöfum og viðurkenningum auk þess að heiðra sjálft velgjörðamenn og konur. Handboltadeildin gæti gefið fyrstu gjöfina með því að sigra ÍR næsta föstudag og komast upp í efstu deild MYNDATEXTI Ungir og upprennandi Víkingar úr ýmsum deildum félagsins í Víkinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar