Búseti - Kjarnagata á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Búseti - Kjarnagata á Akureyri

Kaupa Í körfu

FRAMKVÆMDASTJÓRI Búseta á Norðurlandi segir að félagið þurfi að fresta öllum nýframkvæmdum, "ef peningakrísan í bönkunum verður viðvarandi" og hugsanlega geti orðið einhverjar tafir á frágangi bygginga sem nú er unnið að. Búseti afhenti fyrr á þessu ári síðustu íbúðirnar í nýju fjölbýsihúsi við Kjarnagötu í Naustahverfi á Akureyri, en það er stærsta fjölbýlishús utan höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu eru 58 íbúðir og á sama byggingarreit er hafin bygging 24 íbúða í viðbót. MYNDATEXTI: Búseti Stærsta fjölbýlishúsið utan höfuðborgarsvæðisins, við Kjarnagötu á Akureyri. Íbúðir í húsinu eru 58 og afhenti Búseti þær síðustu fyrr á árinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar