Vorblíða á grásleppuvertíð

Líney Sigurðardóttir

Vorblíða á grásleppuvertíð

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Lífið á Þórshöfn á Langanesi snýst núna um grásleppuna og höfnin iðar af lífi flesta daga. Blíðviðri hefur verið undanfarið, stillur og skínandi vorsól. Grásleppukarlar eru þokkalega ánægðir með veiðina það sem af er vertíð. Átta grásleppubátar eru gerðir út frá Þórshöfn þetta vorið. Lítið fer fyrir annarri veiði því hrygningarstopp er í tvær vikur innan þriggja mílnanna á meðan þorskurinn er í sínu árlega fæðingarorlofi. Á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar er svo einn bátur á netaralli í Þistilfirðinum í nokkra daga. MYNDATEXTI Það er fjörugt við höfnina þegar bátarnir koma að, sjómenn og landkrabbar ræða landsins gagn og nauðsynjar í vorblíðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar