Pálsfiskur í trollið
Kaupa Í körfu
Skagaströnd | Pálsfiskur (Zenopsis conchifera) kom í trollið hjá Arnari HU 1 í síðasta túr. Fiskurinn, sem veiddist á Grindavíkurdýpi, er um 30 sm langur og því ungur fiskur þar sem fullvaxnir geta pálsfiskar orðið 80 cm langir. Pálsfiskur er afar sjaldgæfur við Íslandsstrendur enda þótt hann veiðist á strandsvæðum við Atlantshaf og sé einnig í Indlandshafi og við Ástralíu. Fiskurinn er silfurlitur, með dökka bletti á flötum búk og með harða geisla í uggunum. Þá er röð af horntönnum meðfram bakugga og raufarugga beggja vegna á fiskinum. Hann er miðsjávar- og botnfiskur á heimaslóðum sínum þar sem hann veiðist töluvert. MYNDATEXTI Furðufiskur Pálsfiskur er þunnvaxinn og höfuðstór.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir