Steinhleðsla

Friðrik Tryggvason

Steinhleðsla

Kaupa Í körfu

ÞAÐ fylgja þessu verki nokkrir sprungnir fingur. Það er alltaf blóð en sjaldan gröftur,“ segir hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum á Ströndum og hlær upp í vindinn sem blæs hressilega af hafi þar sem hann er staddur á Korpúlfsstaðagolfvellinum. Þar er hann ásamt þeim Gunnari syni sínum og Guðlaugi Skúlasyni að leggja lokahönd á bogadregna steinbrú að hætti Rómverja, sem brúar læk sem rennur í gegnum fimmtu braut golfvallarins. Vinnubrögðin krefjast krafta, steinarnir eru blýþungir og höggnir til með hamri og meitli og þá vilja fingur stundum laskast. Ég veit ekki betur en þetta sé fyrsta steinbrúin með rómversku sniði í Reykjavíkurborg, en ég gerði tvær steinbrýr í Hafnarfirði sem eru rækilega faldar á fáförnu svæði.“ MYNDATEXTI Þremenningarnir taka duglega á við grjótvinnsluna og brúargerðina á Korpúlfsstaðavellinum. Þegar brúin verður fullgerð mun völlurinn líkjast heimsfrægum völlum sem státa af slíkum brúm.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar