Hjördís Ýr Johnson

Brynjar Gauti

Hjördís Ýr Johnson

Kaupa Í körfu

Um þessar mundir er fyrsta húsið af fjórum að verða fokhelt við Andarhvarf við Elliðavatn. Alls 17 íbúðir, 150-180 fermetrar að stærð, verða í húsunum og allar með sérinngangi. Mikil lofthæð Þetta eru síðustu húsin sem byggð verða í þessu eftirsótta hverfi, segir Hjördís Ýr Johnson, markaðs- og samskiptastjóri INNOVA, móðurfélags JB Byggingafélags, sem stendur að byggingu húsanna. Það sem einkennir íbúðirnar er mikill lúxus. Þær eru mjög rúmar og lofthæðin er sérstaklega mikil eða um 2,80 metra og er meiningin að nýta þann kost eins vel og hægt er. Yfirhæð verður því á innréttingunum og allar hurðir verða einnig háar sem gefur íbúðunum mjög glæsilegt yfirbragð. MYNDATEXTI Staðsetning húsanna er einstök, segir Hjördís Ýr Johnson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar