Kvennakóramót
Kaupa Í körfu
Hornafjörður | „ÞAÐ var mikið sungið, hlegið og sprellað, eins og venjulega þegar margar konur koma saman,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar. Kórinn var í gær á leið heim af Landsmóti kvennakóra sem haldið var á Höfn í Hornafirði um helgina. Vel á fjórða hundrað konur úr þrettán kvennakórum tóku þátt í landsmótinu sem Kvennakór Hornafjarðar bauð til að þessu sinni. Konurnar skiptu sér í hópa sem unnu út frá mismunandi meginhugmyndum. Þær voru því að kynna sér nýja hluti og syngja með nýjum kórum, auk þess að njóta samvistanna og upplifa Hornafjörð á nýjan hátt. Afrakstur helgarinnar var fluttur á tónleikum sem fram fóru í gær, auk þess sem allir þátttakendur sungu saman nokkur lög. „Það skemmtu allir sér vel. Með þátttöku í mótinu erum við líka að sýna samstöðu og byggja upp þessi samtök sem við erum hluti af,“ segir Ingibjörg.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir