Kvennakóramót

Sigurður Mar Halldórsson

Kvennakóramót

Kaupa Í körfu

Hornafjörður | „ÞAÐ var mikið sungið, hlegið og sprellað, eins og venjulega þegar margar konur koma saman,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar. Kórinn var í gær á leið heim af Landsmóti kvennakóra sem haldið var á Höfn í Hornafirði um helgina. Vel á fjórða hundrað konur úr þrettán kvennakórum tóku þátt í landsmótinu sem Kvennakór Hornafjarðar bauð til að þessu sinni. Konurnar skiptu sér í hópa sem unnu út frá mismunandi meginhugmyndum. Þær voru því að kynna sér nýja hluti og syngja með nýjum kórum, auk þess að njóta samvistanna og upplifa Hornafjörð á nýjan hátt. Afrakstur helgarinnar var fluttur á tónleikum sem fram fóru í gær, auk þess sem allir þátttakendur sungu saman nokkur lög. „Það skemmtu allir sér vel. Með þátttöku í mótinu erum við líka að sýna samstöðu og byggja upp þessi samtök sem við erum hluti af,“ segir Ingibjörg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar