Bridge - Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2008

Arnór Ragnarsson

Bridge - Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2008

Kaupa Í körfu

Sveit Breka jarðverka ehf. sigraði í skemmtilegri lokakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni sem hófst á sumardaginn fyrsta og lauk í fyrrakvöld. Fyrir sveitinni fór baráttujaxlinn Símon Símonarson sem hefur verið í fremstu víglínu svo lengi sem elstu menn muna en með honum í sveitinni spiluðu Rúnar Magnússon, Ragnar Magnússon, Páll Valdimarsson, Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson. MYNDATEXTI: Íslandsmeistarar . Sveit Breka jarðverks ehf sigraði í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratuitilinn í sveitakeppni í brids sem fram fór um helgina. Frá vinstri: Rúnar Magnússon, Sigurður Vilhjálmsson, Ragnar Magnússon, Símon Símonarson, Páll Valdimarsson og Júlíus Sigurjónsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar