Krabbameinsfélagið - "Á allra vörum"

Brynjar Gauti

Krabbameinsfélagið - "Á allra vörum"

Kaupa Í körfu

HÓPUR kvenna, sem starfa hjá Flugfélagi Íslands, hefur fundið upp á nýstárlegri leið til að safna fé til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og ætlar að selja varagljáa frá YSL undir slagorðinu "Á allra vörum". Verður hægt að kaupa varagljáann í flugvélum Icelandair og í fríhafnarverslun Flugfélags Íslands í Reykjavík. Hægt er að velja um tvo liti, bleikan eða glæran. Söfnunarátakinu var hleypt af stokkunum í gær, og á myndinni bera þær gljáa á varirnar fyrir gott málefni, Gróa Ásgeirsdóttir sem er einn af umsjónarmönnum söfnunarinnar, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar