GSM sendir í nágrenni Mýrdalsjökuls

Jónas Erlendsson Fagradal

GSM sendir í nágrenni Mýrdalsjökuls

Kaupa Í körfu

Mýrdalsjökulssvæðið í gjörgæslu Veðurstofu og Orkustofnunar SÉRFRÆÐINGAR og tæknimaður frá Veðustofu Íslands vinna nú að uppsetningu síritandi jarðskjálftamælis við Láguhvola rétt sunnan við Vatnsrásarhöfuð skammt frá Höfðabrekkujökli. Er mælinum komið fyrir eins nálægt Kötlu og mögulegt er á láglendi, en tilgangurinn með uppsetningunni er að auka líkurnar á að geta varað við gosi úr Kötlu á grundvelli jarðskjálfta og óróa sem líklegt er að verði nokkrum klukkustundum fyrir gos úr jöklinum. MYNDATEXTI: Bergur Bergsson, rafmagnstæknifræðingur Veðurstofu Íslands, og Halldór Ólafsson, tæknimaður hjá Norrænu eldfjallastöðinni, festa niður stand fyrir GPS- sendi í nágrenni Mýrdalsjökulssvæðisins. Í bakgrunni er Kötlujökull.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar