Íþróttamaður Reykjavíkur

Jón Svavarsson

Íþróttamaður Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Þormóður Egilsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu, var í gær útnefndur Íþróttamaður Reykjavíkur árið 1999. Þormóður tók við viðurkenningu sinni úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í hófi sem haldið var í Höfða. Þormóður var fyrirliði KR-liðsins sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu á sl. sumri, en þá fagnaði félagið Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í 31 ár um leið og það hélt upp á 100 ára afmæli sitt. "Það var einkar ánægjulegt en ekki síður óvænt að fá þessa viðurkenningu," sagði Þormóður, en hann hefur leikið með KR allan sinn feril. Í lok leiktíðarinnar sl. var hann valinn prúðasti leikmaður efstu deildar karla. Á myndinni að ofan er Þormóður ásamt eiginkonu sinni, Védísi Grönvold, og þriggja mánaða gamalli dóttur, Mist Þormóðsdóttur Grönvold.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar