Íþróttamaður Reykjavíkur
Kaupa Í körfu
Þormóður Egilsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu, var í gær útnefndur Íþróttamaður Reykjavíkur árið 1999. Þormóður tók við viðurkenningu sinni úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í hófi sem haldið var í Höfða. Þormóður var fyrirliði KR-liðsins sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu á sl. sumri, en þá fagnaði félagið Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í 31 ár um leið og það hélt upp á 100 ára afmæli sitt. "Það var einkar ánægjulegt en ekki síður óvænt að fá þessa viðurkenningu," sagði Þormóður, en hann hefur leikið með KR allan sinn feril. Í lok leiktíðarinnar sl. var hann valinn prúðasti leikmaður efstu deildar karla. Á myndinni að ofan er Þormóður ásamt eiginkonu sinni, Védísi Grönvold, og þriggja mánaða gamalli dóttur, Mist Þormóðsdóttur Grönvold.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir