BVT ehf.

Jónas Erlendsson

BVT ehf.

Kaupa Í körfu

Það er alltaf athyglisvert að hnjóta um fyrirtæki í örum vexti úti á landsbyggðinni, ekki síst í byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna skorts á atvinnutækifærum og fólksflótta á mölina í beinu framhaldi. Í Vík í Mýrdal er eitt slíkt fyrirtæki, BVT ehf. Starfssvið BVT er víðfeðmt og uppbygging fyrirtækisins ekki með þeim hætti sem menn eiga að venjast. Forsprakkarnir eru þrír, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, sem starfar sem framkvæmdastjóri og sinnir bókhaldsþjónustu, sbr. b-ið í nafninu fyrirtækisins, Sveinn Pálsson sinnir verðfræðiverkefnum, sbr. v-ið og Ívar Páll Bjartmarsson sem er tölvumaður fyrirtækisins, sbr. t-ið. Í vor tók BVT síðan við póstdreifingu í Mýrdalshreppi MYNDATEXTI: F.v. Ívar Páll, Guðmundur Pétur og Sveinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar