Strengjasveitin Amiina

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Strengjasveitin Amiina

Kaupa Í körfu

Strengjasveitin, strokkvartettinn, hljómsveitin...eða hvað á eiginlega að kalla Amiinu (sem áður hét, amina og enn áður anima)? Svarið liggur ekki í augum uppi, eðlilega, þar eð stöllurnar fjórar sem Amiinu skipa, en sveitin á tíu ára afmæli í sumar, hafa farið vísvitandi á svig við allt það sem teljast má viðtekið í starfsemi slíkra hópa. Uppskeran hefur líka verið samkvæmt því, staðfestan og einurðin hefur reynst heilladrjúg og árið í ár virðist ætla að vera það annasamasta til þessa, verkefnin framundan eru af margvíslegum toga og stúlkurnar eru komnar í þá öfundsverðu, en kannski sumpart erfiðu stöðu, að þurfa að neita fleiru en játa.MYNDATEXTI Óhræddar við að láta allt flakka „Við erum því í eigin heimi, í nokkurs konar hjúpi. Þetta ástand hefur reynst okkur mjög vel því að um leið og einhver meðvitund kemur inn í spilið – hræðsla við að vera púkó t.d., hugsun um að þetta eða hitt verði að vera töff – hrynur allt klabbið eins og spilaborg. Með því gufar einlægnin upp því að hún kemur frá stað þar sem maður er algerlega óhræddur við að láta allt flakka,“ segja fjórmenningarnir í Amiinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar