Þór / KA

Skapti Hallgrímsson

Þór / KA

Kaupa Í körfu

DRAGAN Stojanovic er við stjórnvölinn hjá liði Þórs/KA annað árið í röð. Hann segir leikmannahópinn sterkari en í fyrra, liðið sé enn ungt en hugmyndin sé að byggja upp lið, hægt en örugglega, sem geti fest sig í sessi í efstu deild. Margir efnilegir leikmenn séu í yngri flokkunum, sem vænta megi að komi inn í meistaraflokksliðið á næstu árum. MYNDATEXTI Serbnesk þrenna Þrír leikmenn frá Serbíu eru með Þór/KA. Frá vinstri: Bojana Besic, sem gekk til liðs við Þór/KA í vetur, Dragana Stojanovic og Ivana Ivanovic. Tvær þær síðastnefndu léku líka með Akureyrarliðinu í fyrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar