Rauðir borðar á bíl

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Rauðir borðar á bíl

Kaupa Í körfu

HÓPUR kvenvörubílstjóra kom saman á bensínstöðinni N-1 á Ártúnshöfða um sexleytið í gærkvöldi í því skyni að sýna samstöðu með öðrum vörubílstjórum. Þær gáfu þeim, sem vildu styðja baráttuna, rauða borða til þess að hengja á bíla sína. Að sögn Einars Árnasonar, talsmanns vörubílstjóra, voru þetta konur sem starfa sem vörubílstjórar en geta ekki tekið þátt í mótmælaaðgerðum með beinum hætti. Með þessu hafi þær viljað sýna starfsbræðrum sínum samhug. Að sögn tók fólk gjörningnum mjög vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar